Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 23:19 Skip landhelgisgæslu Finnlands fylgdi olíuskipinu Eagle S inn í landhelgi Finnlands. X/finnska lögreglan Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira