Nokkur snjóflóð hafa fallið á veginn á milli bæjanna tveggja og hefur vegurinn því verið að mestu leiti lokaður síðustu daga.
Á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, kemur fram að vegurinn sé á óvissustigi og snjóflóðahætta talin umtalsverð.
Á bloggsíðu ofanflóðarvaktar Veðurstofu Íslands segir að þriggja metra þykkt snjóflóð hafi fallið á veginn í nótt. Þá féllu einnig snjóflóð aðfaranótt 26. desember.
Þá geti snjóflóðahættan aukist á morgun en spáð er hvassri norðurátt með snjókomu og skafrenningi.