Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 08:02 Hákon Rafn Valdimarsson er tuttugasti Íslendingurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Alex Pantling/Getty Images Hákon Rafn Valdimarsson varð í gær 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi. Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Hákon kom inn af bekknum fyrir Brentford á 36. mínútu í markalausu jafntefli gegn Brighton vegna meiðsla aðalmarkvarðar liðsins, Mark Flekken. Þetta var fyrsti leikur Hákons fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni og gerði Gróttumaðurinn fyrrverandi vel í að halda marki gestanna hreinu í um það bil klukkustund í þessari sterku deild. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eignumst nýjan leikmann í ensku úrvalsdeildinni, en Hákon varð í gær aðeins 21. Íslendingurinn til að spila leik í efstu deild Englands. Albert Guðmundsson, sem fékk undanþágu til að leika tvo leiki sem áhugamaður með Arsenal árið 1946, var fyrstur Íslendinga til að afreka það. Alls hafa sex íslenskir leikmenn leikið yfir hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni og er Hermann Hreiðarsson þeirra leikjahæstur með 332 leiki. Þar á eftir kemur Gylfi Þór Sigurðsson með 318 leiki og á eftir honum er Eiður Smári Guðjohnsen með 211 leiki. Áðurnefndir Gylfi Þór og Eiður Smári eru markahæstu Íslendingarnir í ensku úrvalsdeildinni með 67 og 55 mörk og Heiðar Helguson er þriðji markahæstur með 28 mörk. Íslendingar í efstu deild Englands Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Hermann Hreiðarsson - 332 leikir og 14 mörk Gylfi Þór Sigurðsson - 318 leikir og 67 mörk Eiður Smári Guðjohnsen - 211 leikir og 55 mörk Guðni Bergsson - 201 leikur og 10 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - 162 leikir og 10 mörk Grétar Rafn Steinsson - 126 leikir og 4 mörk Heiðar Helguson - 96 leikir og 28 mörk Sigurður Jónsson - 75 leikir og 5 mörk Ívar Ingimarsson - 72 leikir og 4 mörk Aron Einar Gunnarsson - 51 leikur og 2 mörk Arnar Gunnlaugsson - 45 leikir og 3 mörk Brynjar Björn Gunnarsson - 43 leikir og 3 mörk Þorvaldur Örlygsson - 37 leikir og 2 mörk Jóhannes Karl Guðjónsson - 32 leikir og 2 mörk Lárus Orri Sigurðsson - 29 leikir og 0 mörk Þórður Guðjónsson - 10 leikir og 1 mark Jóhann Birnir Guðmundsson - 9 leikir og 0 mörk Eggert Gunnþór Jónsson - 3 leikir og 0 mörk Albert Guðmundsson - 2 leikir og 0 mörk Rúnar Alex Rúnarsson - 1 leikur og 0 mörk Hákon Rafn Valdimarsson - 1 leikur og 0 mörk
Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn