Forest hefur komið flestum knattspyrnuáhugamönnum á óvart með spilamennsku sinni fyrri hluta tímabils og nú þegar liðið hefur spilað helming leikja sinna í vetur er Forest enn í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Liðið heimsótti Everton í dag og Chris Wood kom Forest yfir strax á 15. mínútu áður en Morgan Gibbs-White tvöfaldaði forystu liðsins eftir klukkutíma leik og þar við sat.
Niðurstaðan því 0-2 sigur Forest sem nú situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 19 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á þó tvo leiki til góða. everton situr hins vegar í 16. sæti með 17 stig, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
FIVE IN A ROW. pic.twitter.com/QIWcymxyh2
— Nottingham Forest (@NFFC) December 29, 2024
Þá gerðu Fulham og Bournemouth 2-2 jafntefli þar sem Raul Jiminez og Harry Wilson skoruðu mörk heimamanna, en í liði Bournemouth sáu Evanilson og Dango Ouattara um markaskorunina.
Að lokum vann Crystal Palace 2-1 sigur gegn botnliði Southampton. Tyler Dibling kom gestunum í Southampton yfir snemma leiks, en Trevoh Chalobah og Eberechi Eze snéru dæminu við fyrir Palace.