Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Helgi Ómarsson áhrifavaldur og unnustinn hans, Pétur Björgvin Sveinsson, nutu jólahátíðarinnar á Seyðisfirði í faðmi fjölskyldu Helga.
Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi Kíró, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir, og fjölskylda eyddu aðfangadegi á náttfötunum.
Jól á náttfötunum Bæði klæddust þau Ralph Lauren náttfötum.Hlaupakonan Mari Järsk og kærasti hennar, Njörður Ludvigsson, voru smart í köflóttum náttfötum.
Sunneva Einars áhrifavaldur og raunveruleikastjarna var glæsileg í svörtum kjól með hvítum fjörðum á aðfangadagskvöldi.
Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen var glæsileg með óléttukúluna, en hún á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Jens Hilmari Wessman.
Listakonan Elín Sif Hall og kærastinn hennar Máni Huginsson, framleiðslu- og sýningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, birtu fallega mynd af sér frá aðfangadegi.
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Elísabet Gunnarsdótti þakkar fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða undir lok og minnir fólk á að vera gott hvert við annað.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, birti mynd af sér ásamt eiginmanni sínum Markus Wasserbaech, og börnunum þeirra tveimur, í bláum náttfötum.
Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur, veistustýra og eiginmaður hennar Sigurður Þór Þórsson héldu tuttugustu og fimmtu jólin þeirra saman.
Birta Abiba fyrirsæta birti sjóðheita mynd í tilefni jólanna.
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect birti fallega fjölskyldumynd frá aðfangadagskvöldi.
Sandra Björg Helgadóttir og Hilmar Arnarson héldu jólin hátíðleg sem þriggja manna fjölskylda, en þau eignuðust frumburð sinn í september og fögnuðu fyrstu jólum sonarins Helga Snæs.
Ljósmyndarinn Saga Sig birti töff jólamynd af fjölskyldunni.
Tónlistarkonan Gréta Salómé Stefánsdóttir hélt jólin hátíðleg í fyrsta sinn sem vísitölufjölskylda.
Móeiður Lárusdóttir, áhrifavaldur og eiginkona Harðar Björgvins Magnússonar, klæddist rauðum kjól í stíl við dætur sínar.
Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og fjölskylda voru afar glæsileg á aðfangadagskvöldi.
Heiðdís Rós Reynisdóttir, áhrifavaldur og förðunarfræðingur, hélt jólin hátíðlega í Bandaríkjunum í faðmi kærastans Med Laameri.
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm birti fallega fjölskyldumynd frá aðfangadegi.
Brynja Dan Gunnarsdóttir áhrifavaldur óskaði fylgjendum sínum gleðilegra jóla
Sara Sigmundsdóttir afrekskona í CrossFit naut jólahátíðarinnar í faðmi CrossFit-kappansLuke Ebron hog.
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson fagnaði jólunum í faðmi fjölskyldu sinnar fyrir norðan.