Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 10:00 Cody Gakpo fagnar marki í gær með þeim Mohamed Salah og Luis Diaz. Getty/Marc Atkins Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og forskotið er átta stig eftir 5-0 stórsigur á West Ham í gær. Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Nýja framherjaþríeykið fer á kostum þessa dagana en þeir voru allir þrír meðal markaskorara Liverpool í leiknum í gær. Stuðningsmenn Liverpool muna flestir vel eftir frábærum tímum með þá Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino í þriggja manna fremstu víglínu. Það skilaði liðinu meðal annars enska meistaratitlinum 2020 og sigri í Meistaradeildinni 2019. Síðan hafa þeir Mane og Firmino horfið á braut en Salah er enn á sínum stað og svo sannarlega betri en nokkurn tímann áður. Mohamed Salah fagnar marki með þeim Sadio Mane og Roberto Firmino.Getty/Laurence Griffiths Nú er Egyptinn kominn með nýja leikmenn sér við hlið og það er óhætt að segja að lífið við hlið þeirra Luis Diaz og Cody Gakpo gangi eins og í sögu. Phil McNulty hjá breska ríkisútvarpinu velti því líka fyrir sér hvort að nýja Liverpool þríeykið sé hreinlega betra en það með þeim Mane, Salah og Firmino. McNulty skrifaði pistil á veg BBC þar sem hann bar þessi tvö þríeyki saman. Hann notaði tímabilið 2019-20 í samanburð sinn en það tímabil varð Liverpool síðast enskur meistari. Salah, Diaz og Gakpo eru þegar komnir með 30 mörk og 17 stoðsendingar saman eftir aðeins átján leiki á þessu tímabili. Fyrr fimm árum þá voru þeir Salah, Mane og Firmino saman með 46 mörk og 25 stoðsendingar í 38 deildarleikjum. Gakpo er úti á vinstri vængnum og hann hefur skorað á 180 mínútna fresti sem er verri árangur en hjá Mane sem skoraði á 153 mínútna fresti. Diaz er að skora fleiri mörk en Firmino en sá brasilíski gaf aftur á móti fleiri stoðsendingar en Kólumbíumaðurinn. Salah hefur líklega aldrei spilað betur. Hann er þegar kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildarleikjunum á þessu tímabili en allt 2019-20 tímabilið var hann með 19 mörk og 10 stoðsendingar. Salah, Mane og Firmino voru saman með 245 mörk á fimm tímabilum en það er ekkert víst hvort að við sjáum þetta nýja þríeyki spila jafnlengi saman. Salah er að renna út á samningi í sumar og lítið að frétta af nýjum samningi. Þangað til geta stuðningsmenn Liverpool notið þess að sjá Salah, Diaz og Gakpo fara á kostum inn á vellinum. Pistil McNulty má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira