Amorim stýrði Manchester United í sjöunda skipti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum þegar að liðið tapaði 2-0 gegn Wolves á útivelli. Var þetta fjórða deildartap Manchester United frá því að Amorim tók við stjórnartaumunum af Erik ten Hag. Enginn þjálfari í sögu Manchester United hefur verið jafn fljótur að tapa jafn mörgum leikjum í deildinni.
Manchester United er sem stendur í 14.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 22 stig og tekur á móti Newcastle United á Old Trafford í kvöld.
Dræmt gengi innan vallar en bæði þjálfarar og leikmenn Manchester United reyna þó að halda í gleðina og ungur stuðningsmaður Manchester United, sem beið fyrir utan Carrington æfingasvæði Manchester United fékk einst upplifun.
Í myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlinum X má sjá þennan unga stuðningsmann rétta Amorim heimagert bréf þegar að knattspyrnustjórinn mætti til vinnu einn daginn.
Amorim veitti bréfinu viðtöku úr bíl sínum og nýtti strákurinn tækifærið og hrósaði Portúgalanum fyrir flotta bílinn sem hann keyrði.
Hrósið féll vel í kramið hjá Amorim sem bauð stráknum að setjast upp í og ók hann með hann hring um Carrington æfingasvæðið. Upplifun sem pjakkurinn mun líklega seint gleyma en téð myndband má sjá hér fyrir neðan.
Ruben Amorim takes a young fan for a lap around Carrington after saying he liked Ruben’s car 🚗
— United Zone (@ManUnitedZone_) December 29, 2024
Class ❤️ pic.twitter.com/wBIHTUEBLK