Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Aron Guðmundsson skrifar 30. desember 2024 11:32 Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, segir þrjú landslið vera líklegri en önnur til að standa uppi sem heimsmeistari á komandi stórmóti í janúar. Alfreð setur Ísland og Þýskaland í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim líklegustu. Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti á Evrópumótinu fyrir rétt tæpu ári síðan og nældu sér svo í silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í sumar og spurði blaðamaður Bild Alfreð að því hvort það þýddi að gullverðlaunin kæmu á komandi heimsmeistaramóti. Alfreð svaraði því hlæjandi: „Nei það eru þrjú landslið sem eru á toppnum. Danska landsliðið er sem stendur á undan öðrum, meira að segja án Niklas landin og Mikkel Hansen (sem hættu eftir Ólympíuleikana). Frakkarnir gætu þurft að finna leið án Dika Mem en ég sé þá þarna við toppinn rétt eins og sænska landsliðið. Á eftir þessum liðum ertu með fjögur til sex lið sem geta strítt þessum topp þremur liðum. Við erum eitt þeirra liða.“ Alfreð var þá inntur eftir svörum varðandi það hvaða önnur lið væru á sama stað og Þýskaland. „Króatía, Ísland, Noregur og jafnvel Egyptaland. Ég sé króatíska landsliðið sem eitt af líklegustu liðunum til afreka. Þeirra lið býr yfir mikilli reynslu,“ svaraði Alfreð en Íslendingurinn Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Króatíu.“ Aðspurður um markmið þýska landsliðsins á komandi heimsmeistaramóti hafði Alfreð þetta að segja en Þýskaland er í Evrópuriðli með landsliðum Tékklands, Póllands og Sviss: „Fyrsta markmið er að við vinnum okkar riðil og tökum svo stöðuna. Auðvitað langar okkur að komast í undanúrslit aftur. Vonir okkar standa til þess. Árangur okkar á Ólympíuleikunum sýndi mínum leikmönnum að þeir geta unnið þessi svokölluðu stóru lið. Það gefur þeim meira sjálfstraust. En þessa frammistöðu þurfum við að sýna aftur og aftur.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira