Vann nauman sigur með geitung í hárinu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:23 Callan Rydz lét það ekki trufla sig að fá geitung í hárið, jafnvel þó að hann væri þar í dágóðan tíma. Getty/Skjáskot Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce
Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira