Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. desember 2024 19:37 Húsið á Vatnsleysuströnd sem um ræðir. Vísir/Bjarni Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“ Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“
Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira