Cunha lenti í stympingum á hliðarlínunni eftir að leiknum lauk og var ákærður fyrir ósæmandi hegðun af enska knattspyrnusambandinu.

Atvikið átti sér stað eftir að Ipswich skoraði sigurmark seint í leiknum. Spennustigið var hátt hjá Úlfunum og þjálfarinn Gary O‘Neil var látinn fara eftir tapið.
Undir nýrri stjórn Vítors Pereira hafa Úlfarnir unnið tvo af þremur leikjum. Þeir sitja nú í sautjánda sæti deildarinnar þegar mótið er hálfnað.
Cunha hefur verið algjör lykilmaður fyrir liðið og skorað tíu mörk í nítján deildarleikjum. Þeirra á meðal má telja sigurmörk gegn Southampton, sem skilaði fyrsta sigri tímabilsins, og gegn Brighton, sem endaði fimm leikja taphrinu.
Hans verður því sárt saknað þegar Úlfarnir mæta Nottingham í næsta leik á nýju ári, þann 6. janúar.