FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 19:03 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar mál NFL og NBA stjarna. Jamie Squire/Getty Images FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember. „Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis. NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sjá meira
„Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis.
NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sjá meira