Sport

Fékk næstum því hjarta­á­fall í fram­lengingunni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eiríkur Stefán var ansi stressaður yfir leiknum.
Eiríkur Stefán var ansi stressaður yfir leiknum. stöð 2 sport / getty

Stressið tók gjörsamlega yfir hjá Eiríki Stefáni Ásgeirssyni þegar uppáhaldslið hans Cincinnati Bengals fór í framlengingu gegn Denver Broncos, eins og hjartalínurit úr síma hans sýna.

Leiknum lauk með 30-24 Bengals eftir æsispennandi framlengingu.

„Þetta var svo spennandi, Bengals keyra þarna upp í lokin. Bo Nix kemur til baka. Ég var stressaður, en á ég að segja ykkur hver var stressaðri?“ spurði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson og myndavélin beindist að Eiríki.

Andri reiddi fram alvöru gögn, máli sínu til stuðnings, og sýndi skjáskot af hjartalínuriti úr símanum hans Eiríks.

„Línan er bara flöt þarna, þú ert bara á leiðinni í hnoð á tímabili.“

„Þetta er svo eðlilegt að vera bara að fá hjartaáfall yfir einhverjum Bengals leik, ég elska það sko,“ sagði Henry Birgir þá hlæjandi.

Þeir félagar gerðu meira grín að Eiríki, sem hefur líkt og fleiri Bengals stuðningsmenn upplifað hápunkta og lágpunkta á tímabilinu.

„Svona er bara Bengals 2024, þetta er Bengals upplifunin. Og ég verð bara að fá að segja: Að horfa á sitt lið í NFL deildinni, eiga lið og vera bara All In í geðveikinni, horfa á alla leiki, lesa allar fréttir, hlusta á hlaðvörp og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ógeðslega skemmtilegt!“

Klippa: Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni

Innslagið úr lokaþætti ársins hjá Lokasókninni má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×