Sport

Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kenny Pickett átti vandræðalegustu tilþrif vikunnar.
Kenny Pickett átti vandræðalegustu tilþrif vikunnar.

Farið var yfir nokkur skemmtileg atvik úr nýliðinni leikviku í NFL í lokaþætti ársins hjá Lokasókninni á Stöð 2 Sport.

Dýr trufluðu tvo leiki með því að hlaupa inn á leikvellina. Pulsuhundur sem lét ekki ná sér og önd sem virtist auðvelt að grípa, en sá sem var settur í verkið virtist vera hræddur við hana.

Svo var sýnd sprenghlægileg tilraun Kenny Pickett til að kasta boltanum, hann gerði allt rétt en gleymdi að sleppa tuðrunni og fór næstum því úr axlarlið í leiðinni.

Klippa: Góð tilraun, gamli

Innslagið - Góð tilraun, gamli - má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×