Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2025 14:06 Engin umferðarljós eru á Hellu og aðeins tvö hringtorg í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra Rangárþing ytra Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Eins og flestir ef ekki allir vita þá er Rangárþing ytra sveitarfélag í Rangárvallasýslu og er Hella byggðakjarni sveitarfélagsins en sveitarfélagið er mjög víðfeðmt með um tvö þúsund íbúa. Á Hellu byggist atvinnulífið að mestu á þjónustu við landbúnaðinn, auk þjónustu við íbúa svæðisins og ferðamenn. Þar er nú byggt og byggt enda fjölgar nýjum íbúum á Hellu hratt. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir situr í sveitarstjórn Rangárþings ytra í meiri hluta og er þar formaður byggðarráðs. „Það er mikill vöxtur í sveitarfélaginu, mikið byggt og svo eru náttúrulega virkjanaframkvæmdir í gangi, sem eru bara mjög spennandi þannig að það er bara ofsalega mikill vöxtur í sveitarfélaginu enda horfum við bara mjög bjartsýn til ársins 2025 og komandi ára,” segir Margrét Harpa og bætir við. „Fólk virðist sækja í að komast aðeins lengra frá höfuðborginni, koma til okkar því það er náttúrulega ofsalega gott að vera hérna. Svo erum við að byggja nýjan grunnskóla og hanna nýjan leikskóla.” Margrét Harpa segir að atvinnuástand í sveitarfélaginu sé mjög gott, allir geta fengið vinnu og menning og mannlíf blómstri í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, sem segir mikinn vöxt í sveitarfélaginu enda byggt og byggt, ekki síst á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið? „Við fáum náttúrulega mikið af fólki, sem er af erlendu bergi brotið. Það er alltaf töluverður hópur, sem kemur í tengslum við ferðaþjónustu og önnur störf og svo líka Íslendingar sem sækja til okkar. Það er nokkuð jafnt hvort fólk sést að á Hellu eða í dreifbýlinu en það er líka mikill vöxtur í dreifbýlinu líka en við rekum tvo leik- og grunnskóla, einn á Laugalandi og einn á Hellu,” segir Margrét Harpa. En hvað er það við Rangárþing ytra, sem er svona heillandi ? „Það er kyrrð og það er stutt í marga staði og það eru margar náttúruperlur hérna, sem hægt er að njóta og eins og ég segi, mannlífð og fólkið hérna er gott. Það er mikið félagsstarf í gangi þannig að þú getur fundið eitthvað skemmtilegt að gera.” Og engin umferðarljós eða hvað? „Nei, það eru engin umferðarljós og held ég bara tvö hringtorg, það er nú ekki mikið,” segir Margrét Harpa skellihlæjandi. Hella er greinilega mjög heitur reitur á Suðurlandi enda mikið um nýbyggingar þar, sem eru á allskonar byggingarstigum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Rangárþings ytra
Rangárþing ytra Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira