Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 12:00 Michael van Gerwen mætir Callan Rydz í átta manna úrslitum í dag. Vísir/Getty Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“ Pílukast Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“
Pílukast Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Sjá meira