Innlent

Úr­skurðaður í vikulangt gæslu­varð­hald vegna stunguárásar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Árásin átti sér stað á Kjalarnesi.
Árásin átti sér stað á Kjalarnesi. vísir/friðrik þór

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt.

Þrír eru í haldi lögreglu vegna málsins og er sá særði alvarlega slasaður.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ábending hafi borist lögreglu skömmu fyrir klukkan eitt og hafi hún verið með mikinn viðbúnað vegna þessa.

„Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest.“

Nánar verður fjallað um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×