Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2025 16:52 Ísþoka stígur upp af Elliðaám ofan Vatnsveitubrúar. Sólin rétt gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn. KMU Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík. Veður Reykjavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík.
Veður Reykjavík Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira