Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2025 21:00 Þrettán af þeim fjórtán sem hljóta fálkaorðu að þessu sinni veittu þeim viðtöku á Bessastöðum í dag. Mynd/Eyþór Árnason Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði. Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Það voru sjö konur og sjö karlar sem voru sæmdir fálkaorðu á Bessastöðum í dag, en þetta var í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir veitir riddarakrossinn eftir að hún tók við embætti forseta Íslands. Handhafar fálkaorðunnar að þessu sinni hafa fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnu-, íþrótta- og menningarlífi. Öll veittu þau orðunni viðtöku á Bessastöðum í dag að frátöldum Þóri Hergeirssyni handboltaþjálfara sem er staddur erlendis og mun veita henni viðtöku við tækifæri. Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótel Holts og næstelsti handhafi orðunnar að þessu sinni, hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til ferðaþjónustu, menningar og varðveislu íslenskrar myndlistar. „Þetta var heiður finnst mér en kom mér að óvart að sjálfsögðu. Ég segi alltaf að maður er bara að vinna vinnuna sína. En þetta setur pressu á mann líka að standa sig betur,“ segir Geirlaug um það að vera sæmd fálkaorðunni. Af hverju ert þú stoltust á þínum ferli, hvað stendur upp úr? „Veistu það að ég er bara ekki stolt af neinu. Það er bara þannig. Ég hef oft verið að hugsa þetta, það eru svo margir stoltir af sjálfum sér en ég held þetta sé ekki okkar hlutverk að vera stolt af okkur sjálfum heldur annarra,“ svarar Geirlaug. Það var einnig stórt ár sem leið hjá öðrum handhöfum riddarakross. „Við erum náttúrlega alveg á fullu núna að reyna að aðstoða úkraínumenn með kennslu, það snertir okkur mjög,“ segir Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri hjá Landhelgisgæslunni, sem hlaut riddarakross fyrir framlag til friðargæslustarfa og öryggismála. Hvetja landsmenn til dáða Fótboltakonan Glódís Perla Viggósdóttir átti einnig mikilvægt ár, bæði með félagsliði sínu, landsliðinu og með sínum nánustu. „Það er ótrúlega mikið þakklæti sem er efst í huga á svona degi,“ segir Glódís, sem hvetur landsmenn á þessum tímamótum til að vera ófeimin við að taka skrefið og prófa það sem mann langar. Geirlaug lumar einnig á nokkrum góðum ráðum til landsmanna. „Að njóta lífsins. Nú er ég orðin dálítið fullorðin og ég reyni. Gera skildur sínar, njóta lífsins og fá eitthvað út úr lífinu, er það ekki?“ segir Geirlaug létt í bragði.
Fálkaorðan Tímamót Hótel á Íslandi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira