Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 12:32 Marcus Rashford var í leikmannahópi Manchester United í síðasta leik, gegn Newcastle, en Rúben Amorim hleypti honum þó ekki inn á völlinn. Getty/Martin Rickett Þó að Marcus Rashford hafi sagst í viðtali vilja „nýja áskorun“ og virðist á förum frá Manchester United þá sá hann ástæðu til að leiðrétta frétt The Sun í upphafi nýs árs. Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Enska götublaðið The Sun, sem oft þykir fara frjálslega með sannleikann, sló því upp í fyrirsögn seint á gamlárskvöld að Rashford væri kominn í viðræður við nýja umboðsskrifstofu, í viðleitni sinni við að komast í burtu frá Manchester United. Blaðið sagði í grein sinni að Rashford væri í viðræðum við Stellar umboðsskrifstofuna, sem meðal annars hefði komið Gareth Bale frá Tottenham til Real Madrid fyrir 86 milljónir punda árið 2013. Von Rashford væri sú að hann kæmist í nýtt félag núna í janúarglugganum. Með bróður sinn sem umboðsmann „Það er búið að skrifa mikið af falsfréttum síðustu vikur en strákar þetta er að verða algjört rugl. Ég hef aldrei hitt neina umboðsskrifstofu og er ekki með nein plön um að gera það…“ skrifaði Rashford á Instagram. Marcus Rashford birti skjáskot af frétt The Sun og sagði hana falsfrétt.Skjáskot/Instagram Dwaine Maynard, bróðir Rashford, er og hefur verið umboðsmaður þessa 27 ára gamla sóknarmanns. Rashford fékk á ný sæti í leikmannahópi United í síðasta leik ársins, þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle. Hann fékk þó ekkert að spila og hefur ekki leikið fyrir United síðan 12. desember. Ruben Amorim, stjóri United, tefldi Rashford fram í byrjunarliði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins undir sinni stjórn, og skoraði Rashford þrjú mörk í þessum leikjum. Hann var hins vegar, ásamt Alejandro Garnacho, tekinn út úr leikmannahópnum fyrir 2-1 sigurinn gegn Manchester City 15. desember, og var utan hóps í fjórum leikjum. Eftir leikinn við City fór Rashford í viðtal og var ekki annað að heyra á honum en að hann stefndi á að yfirgefa United: „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja,“ sagði Rashford og bætti einnig við: „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref.“ United hefur nú tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum, samtals 7-0, gegn Bournemouth, Wovles og Newcastle, eftir að hafa fallið úr leik í deildabikarnum gegn Tottenham með 4-3 tapi. Liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti, og á fyrir höndum deildarleik við topplið Liverpool á sunnudaginn og svo bikarleik við Arsenal 12. janúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02 „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Rashford laus úr útlegð Enski fótboltamaðurinn Marcus Rashford er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á nýjan leik eftir að hafa verið hafður utan hóps í síðustu fjórum leikjum. 30. desember 2024 17:49
Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. 25. desember 2024 12:02
„Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Jamie Carragher segir að það sé talað gríðarlega mikið um Marcus Rashford miðað við ekki betri leikmann. 20. desember 2024 13:31