Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2025 13:39 Foringjar nýrrar ríkisstjórnar. Kristrún Frostadóttir ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Umrætt mál má finna hér en því er fylgt úr hlaði með orðum þess efnis að eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar sé að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir. Og að ríkisstjórnin leiti eftir samstarfs við þjóðina um þetta verkefni. „Árið 2025 er áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu – sem skiptast í grófum dráttum í laun og rekstrarkostnað, fjárfestingu, tilfærslur og bætur. Því er til mikils að vinna. Með hagsýni í rekstri ríkisins förum við betur með fé og sköpum þar með tækifæri til að efla opinbera þjónustu og aðra þætti samfélagsins um land allt,“ segir meðal annars í tilkynningu. Ef við værum stödd á núllpunkti Þá er tíundað að ríkisreksturinn sé flókinn og margræður. Sagt er að ýmislegt í rekstri ríkisins gangi vel meðan annað má betur fara. „Í upphafi nýs kjörtímabils er rík ástæða til að staldra við og huga að því sem við getum gert betur. Og það vill ný ríkisstjórn gera í góðu samráði við fólkið í landinu.“ En hvar og hvernig má hagræða, er spurt. Á að verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti og gert er ef við værum að byrja á núllpunkti? Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera? Ekki er vafi á að margir telja svo vera. Hvar er sóunin? Ríkisstjórnin óskar eftir hugmyndum. Samráðið er með þeim hætti að almenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar geta komið tillögum, hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í samráðsgátt og er opið fyrir slíkt til 23. janúar. Þá fer sérstakur starfhópur á vegum forsætisráðuneytisins yfir allar ábendingar og niðurstöðurnar nýttar til að móta áætlun til lengri tíma. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru en mætti líta til eru eftirfarandi punktar: 1. Hagræðing til skemmri tíma • Verkefni sem gætu fallið niður • Dæmi um sóun í ríkisrekstri eða skort á aðhaldi • Bóta- og tilfærslukerfi ríkisins • Starfsmannahald • Opinber innkaup • Verktakar • Annar rekstrarkostnaður 2. Hagræðing til lengri tíma • Verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira