Bilbao var skrefi framar allan leikinn og vann á endanum leikinn með átta stiga mun, lokatölur 82-74.
Tryggvi Snær skoraði 11 stig, tók níu fráköst og gaf eina stoðsendingu. Enginn á vellinum tók fleiri fráköst. Jan Patrick Melwin Pantzar var stigahæstur í liði Bilbao með 15 stig ásamt því að taka sjö fráköst og gefa fimm stoðsendingar.
Sigur kvöldsins var sá sjötti í 14 leikjum hjá Bilbao á leiktíðinni. Liðið situr í 12. sæti af 18 liðum.