Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 08:32 Marcus Rashford fagnar síðasta marki sínu Manchester United. Verða þau fleiri? Það er stóra spurningin. Getty/Ash Donelon Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi en það verður ekki auðvelt að finna félag sem hefur efni á honum og launum hans. Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa verið að orða Rashford við sádi-arabísku deildina enda peningar þar til að bjóða honum góð kjör. Samkvæmt upplýsingum ítalska skúbbarans Fabrizio Romano þá hefur Rashford ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu. Chris Wheeler, blaðamaður á Daily Mail, segir einnig frá því að Rashford hafi í raun þegar hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu sem gætu skilað honum 35 milljónum punda í árslaun sem gera um sex milljarða króna. 🔴 Marcus Rashford rejects 3 offers from Saudi Pro League worth up to £35m-a-yr⚫️ Wants to join club & league that gives him a chance of winning back England place🔴 Utd may listen to offers in Jan after Rashford missed last 5 games⚫️ Player still open to staying at OT #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) January 2, 2025 Samkvæmt fyrrnefndum fréttum þá vill Rashford komast í deild og til liðs þar sem hann getur unnið sér aftur sæti í enska landsliðinu. Hann er líka sagður tilbúinn að spila áfram á Old Trafford. Það er líklegast eins og staðan er núna að hann verði lánaður til liðs utan Englands. Rashford hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum United. Hann var utan hóps í fyrstu þremur leikjunum en sat allan tímann á bekknum í síðasta leik. Það fylgir sögunni að United hefur aðeins skorað tvö mörk í þessum fjórum deildarleikjum og þau komu bæði í sigrinum á Manchester City 15. desember. Liðið hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð og tapaði þeim öllum á móti Bournemouth, Wolves og Newcastle. Það gerir þetta enn verra fyrir Rashford að það sé ekki pláss fyrir hann í liðinu þrátt fyrir bitlausan sóknarleik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira