Aukið flóð við Hvítá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2025 11:59 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. Vatnsmagnið sem flæðir er nú meira að sögn lögreglu. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvíta við Brúnastaði hefur aukist talsvert síðan í gær að sögn lögreglu og ómögulegt er að segja til um þróunina. Veðurstofa, almannavarnir og lögregla fylgjast grannt með málinu. Í gær varaði Veðurstofan við því að vatn væri tekið að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði vegna klakastíflu sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Lögreglan á Suðurlandi fór nú á tólfta tímanum á staðinn til þess að kanna aðstæður. „Við settum dróna á loft til að skoða þetta og bera saman við stöðuna í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri, þegar fréttastofa náði af honum tali við árbakkann. Flóðið er nú talsvert meira en í gær. „Það er talsvert meira vatnsmagn sem fer fram hjá stíflunni við svokallaða flóðgátt við Hvítá, sem rennur svo yfir í Flóaáveitu, eða rennur fram hjá þessari stíflu og aðeins út á tún, og aftur út í Flóáveituna,“ sagði Þorsteinn beðinn um að lýsa aðstæðum. Vatnsborð hækkaði snögglega í gær.mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti á að vatnsborð hafi hækkaði um einn og hálfan metra á um tuttugu mínútum í gær og því ljóst að vatnið hafi tekið að flæða nokkuð snögglega. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu en Veðurstofan, almannavarnir og lögregla fylgjast náið með þróuninni. „Þetta hefur í gegnum tíðina eitthvað flætt um hérna en ég þori ekki að spá til um það hvernig þetta þróast. Ef vatnið fer að flæmast hér um tún og annað slíkt, og ræsi og brýr taka ekki við þessu, veit maður ekki hvað gerist,“ segir Þorsteinn. Flóahreppur Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í gær varaði Veðurstofan við því að vatn væri tekið að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði vegna klakastíflu sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Lögreglan á Suðurlandi fór nú á tólfta tímanum á staðinn til þess að kanna aðstæður. „Við settum dróna á loft til að skoða þetta og bera saman við stöðuna í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn Matthías Kristinsson, aðalvarðstjóri, þegar fréttastofa náði af honum tali við árbakkann. Flóðið er nú talsvert meira en í gær. „Það er talsvert meira vatnsmagn sem fer fram hjá stíflunni við svokallaða flóðgátt við Hvítá, sem rennur svo yfir í Flóaáveitu, eða rennur fram hjá þessari stíflu og aðeins út á tún, og aftur út í Flóáveituna,“ sagði Þorsteinn beðinn um að lýsa aðstæðum. Vatnsborð hækkaði snögglega í gær.mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands benti á að vatnsborð hafi hækkaði um einn og hálfan metra á um tuttugu mínútum í gær og því ljóst að vatnið hafi tekið að flæða nokkuð snögglega. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu en Veðurstofan, almannavarnir og lögregla fylgjast náið með þróuninni. „Þetta hefur í gegnum tíðina eitthvað flætt um hérna en ég þori ekki að spá til um það hvernig þetta þróast. Ef vatnið fer að flæmast hér um tún og annað slíkt, og ræsi og brýr taka ekki við þessu, veit maður ekki hvað gerist,“ segir Þorsteinn.
Flóahreppur Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira