„Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 3. janúar 2025 21:59 Benedikt hefur marga fjöruna sopið. Vísir/Anton Brink Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað. „Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.” Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
„Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.”
Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti