„Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 3. janúar 2025 21:59 Benedikt hefur marga fjöruna sopið. Vísir/Anton Brink Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað. „Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.” Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Þetta eru tvö stig í sarpinn og margir góðir kaflar. Ég er samt ofboðslega svekktur hvernig við byrjum leikinn, hvernig við byrjum seinni hálfleikinn. Við þurfum alltaf smá tíma til þess að koma okkur í gang. Það er eitthvað sem við verðum að laga fyrir næsta leik, því við höfum ekkert efni á svoleiðis. Um leið og menn fóru að gera þetta almennilega þá vorum við helvíti flottir um tíma.” Fyrsti og þriðji leikhlutar voru keimlíkir að því leiti að Tindastóll byrjaði þá leikhluta illa og Benedikt þurfti að taka leikhlé eftir um fimm mínútur í bæði skiptin. „Maður á ekkert það þurfa að taka leikhlé eftir fjórar til fimm mínútur, til þess að menn fari að taka á því og spila einhverja vörn. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum ekki að leyfa því sama að gerast í seinni hálfleik, en það endaði með að ég þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum. Þá fóru menn loksins að gera þetta almennilega. Auðvitað voru KR-ingarnir samt bara flottir, ég ætla ekkert að taka af þeim. Þeir voru frábærir, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks og þeir náðu þessu niður í fimm stig. Sem betur fer náðum við að snúa þessu við, en það er ekkert alltaf hægt. Þannig við getum ekkert verið að leika okkur núna.” Benedikt í leik kvöldsins.Vísir/Anton Brink Það leið varla mínúta í þriðja leikhluta milli þess að Benedikt var búinn að taka sitt fyrsta leikhlé þar til hann tók sitt annað leikhlé. Það virtist þó virka hjá honum því Tindastóll tók gjörsamlega yfir eftir seinna leikhléið. „Ég fékk viðbrögð eftir leikhléið í fyrri hálfleik og menn voru allt aðrir eftir það leikhlé. Eftir fyrra leikhléið í byrjun seinni hálfleiks fékk ég hinsvegar ekki þessi viðbrögð sem ég vildi fá. Þannig að ég tek annað, og prófa aðra taktík og athuga hvort það kveiki í þeim. Sem betur fer náðu menn sér á strik eftir það. Ég ætla samt ekki að taka kreditið fyrir það, en þeir voru svo bara flottir það sem eftir var af leiknum.” Í þriðja leikhluta gerðist meira athugavert þar sem leikurinn var næstum meira stopp en hann var í gangi. Dómararnir blésu mikið í flauturnar og sumt var umdeilt. „Mér fannst Nimrod bara alltaf vera á vítalínunni. Mér fannst hann bara alltaf vera að taka tvö víti og hann hitti úr þessu öllu. En við vorum með gott dómara tríó hérna, þannig þótt ég hafi verið ósáttur með eitthvað inn á milli. Þá er ég nokkuð viss um það þegar ég skoða eftir leik að þetta hafi verið allt hárrétt hjá þeim. Þessir menn sem eru hérna eru ekkert að byrja í þessu og eru okkar bestu menn í þessu.”
Körfubolti Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira