1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 14:04 Sistynin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem eru elst núlifandi systkina á Íslandi. Á myndinni eru í efri röð frá vinstri; Egill, Ólafur, Bárður, Gústaf, Sigríður, Karl, Svanhvít, Magnús, Þorvaldur og Loftur. Og í neðri röðinni frá vinstri eru þau; Guðmundur, Sigþrúður, Guðrún, Ágústa Halla, Halldóra, Þórey. Myndin var tekin á ættarmóti systkinanna í júní 2009. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elstu núlifandi systkini landsins eru systkinin sextán frá Kjóastöðum í Biskupstungum í Bláskógabyggð en þau eru samtals 1166 ára gömul. Elsta systkinið er 83 ára og það yngsta 58 ára. Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Kjóastaðasystkinin fæddust á 25 árum. 19 mánuðir voru á milli þeirra að meðaltali, minnst um 11 mánuðir en mest 48 mánuðir. Hér erum við að tala um níu syni og sjö dætur en engir tvíburar eru í hópnum. Tvö af systkinunum eiga sama fæðingardag og einu sinni fæddust tvö börn sama árið. Jónas Ólafsson faðir systkinanna varð 85 ára og Sigríður Gústafsdóttir móðir þeirra varð 91 árs. Sigþrúður er yngst systkinanna. Hvernig fannst henni að alast upp í svona stórum systkinahópi? „Það var svolítið öðruvísi en þegar maður var yngri þá náttúrulega gerði maður sér kannski ekki grein fyrir því. Við vorum aldrei öll heima í einu. Ég leit kannski meira á eldri systkini mín eins og frænda og frænkur,” segir Sigþrúður. En hvernig var að búa í sveitinni á þessum árum? „Maður kannski kann að meta það meira núna þegar maður verður eldri. Mér fannst þetta voðalega skrýtið. Mamma og pabbi keyrðu hvorugt og maður þurfti alltaf að vera að sníkja sér far á böllin og skemmtanir,” segir hún hlæjandi. Sigþrúður, sem er yngst systkinanna 58 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjóastaðasystkinin eru samrýmd og hittast reglulega og svo eru þau dugleg að mæta í Tungnaréttir á haustin og taka þá hressilega á í söngnum þegar búið er að draga í dilka. Ætlið þið eitthvað að koma saman og halda upp á þessi tíðindi, elsti systkinahópur Íslands? „Nei, það held ég nú ekki,” segir Sigþrúður, sem er yngst Kjóastaðasystkinanna. Hjónin á Kjóastöðum, Jónas Ólafsson og Sigríður Gústafsdóttir, sem eiga börnin sextán, sem eru öll á lífi. Jónas dó 85 ára gamall og Sigríður 91 árs.Aðsend
Bláskógabyggð Réttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira