Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:56 Krstín Edwald formaður landskjörstjórnar segir að umsagnir stjórnarinnar um tvær kærur og tvö erindi vegna alþingiskosninganna verði lokið 14. janúar. Þá úrskurði Alþingi í málunum. Vísir Píratar í Suðvesturkjördæmi fara fram á í kæru sinni til landskjörstjórnar að alþingiskosningarnar verði gerðar ógildar. Formaður landskjörstjórnar segir að alls hafi tvö erindi og tvær kærur borist vegna kosninganna. Búist sé við að Alþingi fái umsögn um málin í næstu viku. Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi lagði fram í desember eins og áður hefur komið fram, kæru til landsskjörstjórnar meðal annars vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar lokatölur bárust úr Suðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson féll þá út sem kjördæmakjörinn þingmaður í kjördæminu. Þá sendu Píratar inn kæru í sama kjördæmi. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að alls hafi fjögur mál borist til stjórnarinnar vegna alþingiskosninganna. „Það komu kærur annars vegar frá umboðsmönnum B-lista Framsóknarflokksins í suðvestur og svo barst kæra frá umboðsmanni Pírata í sama kjördæmi. Þá voru tvö erindi um framkvæmd kosninganna frá tveimur öðrum stöðum,“ segir Kristín. Píratar krefjast ógildingar Píratar sem duttu út af þingi í síðustu alþingiskosningum krefjast ógildingar kosninganna og hafa sent inn kæru fyrir Suðvesturkjördæmi. „Í kærunni frá Pírötum eru gerðar ýmsar athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Suðvesturkjördæmir. Þar er þess krafist að kosningarnar verði gerðar ógildar. Hin kæran varðar synjun yfirkjörstjórnar í suðvestur á endurtalningu,“ segir Kristín. Landskjörstjórn mun fara yfir erindin og kærurnar á föstudag og svo aftur á þriðjudag til að ganga frá umsögnum. Klára í næstu viku „Við búumst við að við munum ljúka þessu núna 14. janúar,“ segir Kristín. Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kosninga tekur síðan við umsögnunum og að því loknu kjörbréfanefnd. Fyrr getur þing ekki komið saman. Þingið þarf að koma saman tíu vikum eftir kosningar, ekki seinna en 8. febrúar. Aðspurð um hvort það sé algengt að fram komi kærur þar sem farið sé fram á að kosningar séu gerðar ógildar svarar Kristín: „Nei það er ekki algengt í sögunni það er það ekki en hefur þó gerst áður,“ segir Kristín. Síðast var farið fram á ógildingu alþingiskosninga í norðvesturkjördæmi árið 2021 eftir að í ljós kom að ljörgögn voru ekki innsigluð eftir lok talningar alþingiskosninga það ár snemma morgun 26. september heldur skilin eftir á Hótel Borgarnesi.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Suðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent