AC Milan vann þá dramatískan 3-2 endurkomusigur á nágrönnum sínum í Internazionale.
Inter komst í 2-0 í leiknum og var 2-1 yfir þegar ellefu mínútur voru til leikslok.
AC Milan skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins en sigurmarkið skoraði Tammy Abraham á þriðju mínútu í uppbótatíma.
Lautaro Martinez og Mehdi Taremi komu Inter í 2-0 sitthvorum megin við hálfleikinn. Martinez skoraði í uppbótatíma fyrri hálfleiks en Taremi eftir þriggja mínútna leik í þeim síðari.
Theo Hernández minnkaði muninn með skoti beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Hernández lagði síðan upp jöfnunarmarkið fyrir Christian Pulisic á 80. mínútu.
Tammy Abraham tryggði AC Milan síðan titilinn á þriðju mínútu uppbótatímans eftir stoðsendingu frá Rafael Leao.
Úrslitaleikurinn fór fram á King Saud University Stadium í Riyadh í Sádi-Arabíu.
Internazionale komst í úrslitaleikinn eftir 2-0 sigur á Atalanta í undanúrslitunum en AC Milan sló Juventus út 2-1 í sínum undanúrslitaleik.
Þetta er í áttunda skiptið sem AC Milan vinnur ítalska Ofurbikarinn en Juventus hefur unnið hann oftast eða níu sinnum. Þetta var samt í fyrsta sinn í átta ár sem AC Milan vinnur Ofurbikarinn.