Til að ræða þetta og þá atburðarás sem Bjarni hefur hrundið af stað með tilkynningu sinni munu mæta í fyrsta Pallborð ársins þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála, Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni.
Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi á slaginu 15.00.
Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna

Nýja árið fer af stað með látum og stórtíðindum úr stjórnmálunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram og þá ætlar hann að segja skilið við stjórnmálin.