„Þetta er sannarlega mikill heiður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 16:39 Guðmundur Ari er nýr á þingi en fer með formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa ríkt innan þingflokksins þegar kom að tillögu formann um að hann tæki við embættinu. Dagur B. Eggertsson er ekki meðal þeirra þriggja sem mynda stjórn þingflokksins. Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira