Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Bjarki Sigurðsson skrifar 7. janúar 2025 18:50 Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu. vísir/vilhelm Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka árið 2011 og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð, meðal annars af hálfu starfsmanna Landspítalans, sem síðar dró hann til dauða. Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Fréttastofa hefur stefnuna undir höndum. Þar er heilbrigðisráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, stefnt vegna tjóns sem ekkja Andemariams Teklesenbet Beyene og synir þeirra urðu fyrir. Þeir eru sextán, þrettán og ellefu ára gamlir. Aldrei verið gert áður Í stefnunni er það rakið hvernig íslenskir læknar sendu hinn krabbameinssjúka Andemariam til Svíþjóðar í aðgerð hjá Paolo Macchiarini. Aðgerð sem átti síðar eftir að draga hann til dauða. Þetta var í fyrsta sinn sem plastbarki var græddur í manneskju. Seinna kom í ljós að Macchiarini hafði ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni og hann dæmdur til fangelsisvistar vegna aðgerðarinnar og tveggja annarra. Tómas sendi Andemariam til Macchiarinis Meðferðarlæknir Andemariam var Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann tók einnig þátt í aðgerðinni örlagaríku í Svíþjóð. Í stefnunni segir að Tómas beri mesta ábyrgð á því sem kallað er óforsvaranleg læknismeðferð en frá því að aðgerðin var framkvæmd og til dauðadags hafi Andemariam upplifað óbærilegar þjáningar sem og hans nánustu. Tómas hafi ekki ráðfært sig við aðra lækna um hvaða meðferð hentaði Andemariam og hann breytt skjölum fyrir Macchiarini til þess að fá samþykki sænskra yfirvalda fyrir aðgerðinni. Ríkið áður hafnað bótakröfu Ekkja Andemariams krefst viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins í málinu en ekki er nefnd tiltekin fjárhæð skaða- og miskabóta. Hann hafi mátt þola ómannúðlega meðferð af hálfu lækna Landspítalans og þegar brotið sé á grundvallar mannréttindum eigi að greiða hærri bætur en leiða má af skaðabótalögum. Forstjóri Landspítalans hefur áður beðið ekkju Andemariams afsökunar og lögmaður spítalans beint kröfu um skaðabætur til ríkislögmanns. Íslenska ríkið hafnaði þeirri kröfu hins vegar og því ákvað hún í samráði við lögmenn sína að stefna ríkinu. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2: Klippa: Stefna ríkinu vegna ómannúðlegrar meðferðar
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira