„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2025 07:02 Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér keyra inn í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Sjá meira
Grindavík er sex þátta heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2 Sports um jarðhræringarnar í Reykjanesi og körfuboltalið Grindavíkur. 10. nóvember 2023 reynist örlagadagur í sögu Grindvíkinga sem neyðast til að rýma bæinn sinn og gerast flóttamenn í eigin landi. Körfuboltalið bæjarins heldur áfram að keppa og verður að sameiningartákni bæjarbúa. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum en myndataka er í höndum Sigurðar Más Davíðssonar. Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir sjást hér komnir inn í íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu.S2 Sport Í síðasta þætti, þætti tvö af sex, má sjá þá bræður heimsækja íþróttahúsið í Grindavík 21 degi eftir rýmingu. Þetta er dramatísk heimsókn því það reyndi mikið á þá bræður sem hafa verið alla tíð verið með annan fótinn í íþróttamiðstöðinni í Grindavík. Grindvíkingar voru nýbyrjaðir að spila í nýju íþróttahúsi þegar ósköpin dundu yfir í nóvember í fyrra. Búinn að vera pínu lítill í mér Heimsóknin var daginn eftir erfiðan leik í Bónus deildinni sem tapaðist. Það er augljóst á tilfinningum bræðranna að slæm úrslit tóku verulega á leiðtoga liðsins. „Ég er bara í dag, búinn að vera pínu lítill í mér, í vinnunni í morgun og allt það. Það eru allir svo ákveðnir í því að klára þetta og gera það með stæl,“ sagði Jóhann og heldur áfram: „Það eru allir sem vinna á bak við tjöldin, stjórn og sjálfboðaliðar sem vinna að þessu. Ef við pælum í því þá erum við með sex erlenda leikmenn í karla og kvenna. Það er búið að koma öllu þessu fólki fyrir. Það er aðdáunarvert,“ sagði Jóhann. Það er mesta svekkelsið í þessu „Við erum búin að koma þeim öllum fyrir og hvernig styrktaraðilar og allir hafa lagst á eitt að klára þetta. Þá finnur maður eftir leikinn í gær vanmátt eins og maður hafi brugðist. Að maður sé ekki all in eins og allir hinir. Að maður sé bara að fljóta með og það er mesta svekkelsið í þessu,“ sagði Jóhann sem fer nánar yfir þetta og mikilvægi heimastrákanna. Það má sjá þá síðan fara inn í íþróttahúsið. „Shit hvað mig langar heim“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn,“ sagði Jóhann. „Ég fæ fiðring í magann,“ sagði Ólafur. Ólafur sýndi brot sem hrundi úr veggjunum í gamla húsinu. Það mátti líka sjá hvernig viðbyggingin hafði brotnað frá. „Shit hvað mig langar heim. Þetta var kannski ekki sniðugt,“ sagði Ólafur um leið og hann gekk inn í salinn. Það má sjá þetta brot úr þáttunum hér fyrir neðan. Klippa: Bræðurnir koma aftur til Grindavíkur
Grindavík UMF Grindavík Bónus-deild karla Grindavík (þættir) Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Sjá meira