Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 21:56 Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún ræddi málefni líðandi stundar í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Einar „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins. Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira