„Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. janúar 2025 22:47 Israel Martín er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Tindastólskonur máttu sætta sig við tap í kvöld þegar liðið sótti Val heim í Bónus-deild kvenna. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð en leikmenn liðsins voru hreinlega eins og skugginn af sjálfum sér á löngum köflum í kvöld. Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum