„Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. janúar 2025 22:47 Israel Martín er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Tindastólskonur máttu sætta sig við tap í kvöld þegar liðið sótti Val heim í Bónus-deild kvenna. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð en leikmenn liðsins voru hreinlega eins og skugginn af sjálfum sér á löngum köflum í kvöld. Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira