Enski boltinn

„Jafn­vel Salah væri í vand­ræðum hjá Tottenham“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah hefur skorað 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu.
Mohamed Salah hefur skorað 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu. getty/Alex Livesey

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að ástandið hjá liðinu sé svo slæmt að jafnvel Mohamed Salah, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildinni, ætti erfitt uppdráttar hjá því.

Spurs mætir Salah og félögum í Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Tottenham hefur gengið illa að undanförnu og Postecoglou telur að jafnvel Salah, sem hefur skorað átján mörk og lagt upp þrettán í ensku úrvalsdeildinni, myndi eiga í vandræðum hjá liðinu.

„Mo er heimsklassa leikmaður en ef þú myndir setja hann í liðið okkar núna er ég ekki viss um að hann myndi spila jafn vel vegna stöðunnar sem við erum í,“ sagði Postecoglou.

„Sóknarframmistaða hans, hvern þarftu? Þú þarft lið sem er í góðri stöðu, skapar færi, tekur frumkvæði og er traust til baka. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur núna.“

Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×