Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar 8. janúar 2025 09:02 Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation). Samkvæmt bæklingi frá líknarráðgjafarteymi Landspítala, sem gefinn var út árið 2017, felur líknarslæving í sér að lækka meðvitundarstig deyjandi einstaklings með lyfjum eða halda honum sofandi til að lina þjáningar hans. Meðferðin getur verið breytileg, allt frá notkun lágskammta slævandi lyfja til djúprar og samfelldrar slævingar. Líknarslæving byggir á kenningunni um tvöfalda verkun (e. the doctrine of double effect), sem segir að athöfn geti verið siðferðilega réttlætanleg þrátt fyrir að hún hafi óæskilegar afleiðingar, svo lengi sem ásetningurinn sé réttur (þ.e. að lina þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti). Yfirlýst markmið líknarslævingar óljóst Þrátt fyrir að yfirlýst markmið líknarslævingar sé að lina óbærilegar þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti, má segja að hún sé í raun ákveðin dánaraðstoð, þ.e. virkt inngrip. Ferlið er þó allt annars eðlis en það sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, vill að verði lögleitt hér á landi. Líknarslæving hefur þann tilgang að draga úr óbærilegum einkennum á lokastigum sjúkdóms fremur en að gefa sjúklingi kost á að deyja á eigin forsendum. Líknarslævingu fylgir oft að sýklalyfjameðferð er hætt eða ekki hafin auk þess sem hætt er að veita næringu og vökva. Þetta getur flýtt fyrir andláti, sérstaklega hjá veikburða sjúklingum. Enn fremur geta lífeðlisfræðileg áhrif slævandi lyfja, svo sem hægari öndun, lækkaður blóðþrýstingur og hægari hjartsláttur, í sumum tilvikum hraðað andláti. Af þessum sökum hefur verið bent á að líknarslæving megi í raun kalla dulbúna dánaraðstoð. Á það hefur verið bent af fagfólki að þegar næring og vökvi eru ekki veitt afmáist óhjákvæmilega mörkin milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar og þ.a.l. næstum ómögulegt að vita hvort sjúklingur lést af völdum sjúkdóms síns eða skorts á lífsnauðsynlegri vökvagjöf. Gagnrýni hefur komið fram á að líknarslæving lengi dauðastríðið að óþörfu. Því hefur hún stundum verið kölluð „hægfara dánaraðstoð“. Auk þess hefur verið bent á að líknarslæving kunni að skerða sjálfræði sjúklings. Í mörgum tilfellum getur sjúklingurinn ekki veitt samþykki vegna skertrar meðvitundar og þá liggja ákvarðanirnar hjá aðstandendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Margir sjúklingar, sérstaklega þeir sem vita hvað bíður þeirra, myndu frekar kjósa dánaraðstoð líkt og Lífsvirðing berst fyrir og er veitt er í fjölmörgum löndum. Hún byggir á því að virða sjálfræði sjúklings með því að uppfylla ósk hans um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Er líknarslæving í andstöðu við Hippokratesareiðinn? Samkvæmt höfundi greinarinnar Palliative Sedation at the End of Life: Uses and Abuses, sem birtist í tímaritinu The Linacre Quarterly árið 2013, er skortur á samræmi í skilgreiningum á líknarslævingu, sem séu mismunandi eftir menningarheimum og lögfræðilegum ramma í hverju landi. Til viðbótar við óljósar skilgreiningar á líknarslævingu bendir höfundur greinarinnar á að á engum öðrum sviðum læknisfræðinnar séu skyldur Hippókratesareiðsins – að valda ekki skaða og að lina þjáningar – í jafn mikilli togstreitu og við beitingu líknarslævingar. Okkur í Lífsvirðingu berast reglulega frásagnir frá aðstandendum sem hafa upplifað líknarslævingu sem kvalarfulla og grimmilega. Þeir lýsa ófullnægjandi verkjastillingu, óróleika og angist ástvinar og segja að ekki hafi tekist að tryggja virðingu og mannlega reisn hans á lokastigum lífs. Aðstandendur segjast sitja eftir með djúpa sorg, vanmáttarkennd og spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Algengt er að aðstandendur lýsi erfiðleikum við að sætta sig við að ástvinur þeirra hafi þurft að upplifa lífslok sem ekki voru friðsæl og í sumum tilvikum niðurlægjandi. Þegar líknarslæving er framkvæmd með þessum afleiðingum má sannarlega velta því fyrir sér hvort brotið hafi verið gegn grundvallarreglu Hippokratesareiðsins um að valda ekki skaða. Umræða er þörf um líknarslævingu Líknarslæving er algeng í lífslokameðferð hér á landi, án þess þó að mikil opinber umræða hafi farið fram um hana. Þetta siðferðilega flókna mál krefst opinnar og upplýstrar umræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, lögfróðra, sjúklinga og almennings. Slík umræða er nauðsynleg til að tryggja að allir skilji hvað líknarslæving felur í sér, hvernig hún er framkvæmd og hvaða siðferðilegar og lagalegar reglur liggja henni til grundvallar. Dánaraðstoð sem raunverulegur valkostur Þegar sjúklingar glíma við óbærilegar þjáningar, þar sem hefðbundnar meðferðir reynast ófullnægjandi eða valda jafnvel auknum óþægindum, ættu þeir að hafa raunverulegt val um dánaraðstoð í stað þess að verða settir í líknarslævingu. Að veita dánaraðstoð sem löglega viðurkenndan valkost myndi tryggja að sjúklingar gætu valið meðferð sem tæki mið af gildum þeirra og óskir. Slík lagaumgjörð myndi stuðla að opnari og heiðarlegri umræðu um lífslokameðferð, en um leið viðurkenna fjölbreyttar þarfir og óskir sjúklinga á lokastigum lífsins. Þetta val ætti að vera í samræmi við siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið sem tryggja öryggi, virðingu og mannlega reisn. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gert dánaraðstoð að löglegum valkosti. Þar á meðal eru átta Evrópulönd, ellefu fylki í Bandaríkjunum og sjö lönd í öðrum heimsálfum, sem samanlagt tryggja um 400 milljónum manna aðgang að þessari þjónustu. Á Íslandi er dánaraðstoð hins vegar ólögleg, og líknarslæving eina úrræðið sem stendur til boða fyrir deyjandi sjúklinga með óbærilegar þjáningar. Það er orðið tímabært að taka meðferðir við lífslok til ítarlegrar umræðu hér á landi og skapa rými fyrir valkost sem setur mannlega reisn, virðingu og sjálfræði í fyrsta sæti. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation). Samkvæmt bæklingi frá líknarráðgjafarteymi Landspítala, sem gefinn var út árið 2017, felur líknarslæving í sér að lækka meðvitundarstig deyjandi einstaklings með lyfjum eða halda honum sofandi til að lina þjáningar hans. Meðferðin getur verið breytileg, allt frá notkun lágskammta slævandi lyfja til djúprar og samfelldrar slævingar. Líknarslæving byggir á kenningunni um tvöfalda verkun (e. the doctrine of double effect), sem segir að athöfn geti verið siðferðilega réttlætanleg þrátt fyrir að hún hafi óæskilegar afleiðingar, svo lengi sem ásetningurinn sé réttur (þ.e. að lina þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti). Yfirlýst markmið líknarslævingar óljóst Þrátt fyrir að yfirlýst markmið líknarslævingar sé að lina óbærilegar þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti, má segja að hún sé í raun ákveðin dánaraðstoð, þ.e. virkt inngrip. Ferlið er þó allt annars eðlis en það sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, vill að verði lögleitt hér á landi. Líknarslæving hefur þann tilgang að draga úr óbærilegum einkennum á lokastigum sjúkdóms fremur en að gefa sjúklingi kost á að deyja á eigin forsendum. Líknarslævingu fylgir oft að sýklalyfjameðferð er hætt eða ekki hafin auk þess sem hætt er að veita næringu og vökva. Þetta getur flýtt fyrir andláti, sérstaklega hjá veikburða sjúklingum. Enn fremur geta lífeðlisfræðileg áhrif slævandi lyfja, svo sem hægari öndun, lækkaður blóðþrýstingur og hægari hjartsláttur, í sumum tilvikum hraðað andláti. Af þessum sökum hefur verið bent á að líknarslæving megi í raun kalla dulbúna dánaraðstoð. Á það hefur verið bent af fagfólki að þegar næring og vökvi eru ekki veitt afmáist óhjákvæmilega mörkin milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar og þ.a.l. næstum ómögulegt að vita hvort sjúklingur lést af völdum sjúkdóms síns eða skorts á lífsnauðsynlegri vökvagjöf. Gagnrýni hefur komið fram á að líknarslæving lengi dauðastríðið að óþörfu. Því hefur hún stundum verið kölluð „hægfara dánaraðstoð“. Auk þess hefur verið bent á að líknarslæving kunni að skerða sjálfræði sjúklings. Í mörgum tilfellum getur sjúklingurinn ekki veitt samþykki vegna skertrar meðvitundar og þá liggja ákvarðanirnar hjá aðstandendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Margir sjúklingar, sérstaklega þeir sem vita hvað bíður þeirra, myndu frekar kjósa dánaraðstoð líkt og Lífsvirðing berst fyrir og er veitt er í fjölmörgum löndum. Hún byggir á því að virða sjálfræði sjúklings með því að uppfylla ósk hans um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Er líknarslæving í andstöðu við Hippokratesareiðinn? Samkvæmt höfundi greinarinnar Palliative Sedation at the End of Life: Uses and Abuses, sem birtist í tímaritinu The Linacre Quarterly árið 2013, er skortur á samræmi í skilgreiningum á líknarslævingu, sem séu mismunandi eftir menningarheimum og lögfræðilegum ramma í hverju landi. Til viðbótar við óljósar skilgreiningar á líknarslævingu bendir höfundur greinarinnar á að á engum öðrum sviðum læknisfræðinnar séu skyldur Hippókratesareiðsins – að valda ekki skaða og að lina þjáningar – í jafn mikilli togstreitu og við beitingu líknarslævingar. Okkur í Lífsvirðingu berast reglulega frásagnir frá aðstandendum sem hafa upplifað líknarslævingu sem kvalarfulla og grimmilega. Þeir lýsa ófullnægjandi verkjastillingu, óróleika og angist ástvinar og segja að ekki hafi tekist að tryggja virðingu og mannlega reisn hans á lokastigum lífs. Aðstandendur segjast sitja eftir með djúpa sorg, vanmáttarkennd og spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Algengt er að aðstandendur lýsi erfiðleikum við að sætta sig við að ástvinur þeirra hafi þurft að upplifa lífslok sem ekki voru friðsæl og í sumum tilvikum niðurlægjandi. Þegar líknarslæving er framkvæmd með þessum afleiðingum má sannarlega velta því fyrir sér hvort brotið hafi verið gegn grundvallarreglu Hippokratesareiðsins um að valda ekki skaða. Umræða er þörf um líknarslævingu Líknarslæving er algeng í lífslokameðferð hér á landi, án þess þó að mikil opinber umræða hafi farið fram um hana. Þetta siðferðilega flókna mál krefst opinnar og upplýstrar umræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, lögfróðra, sjúklinga og almennings. Slík umræða er nauðsynleg til að tryggja að allir skilji hvað líknarslæving felur í sér, hvernig hún er framkvæmd og hvaða siðferðilegar og lagalegar reglur liggja henni til grundvallar. Dánaraðstoð sem raunverulegur valkostur Þegar sjúklingar glíma við óbærilegar þjáningar, þar sem hefðbundnar meðferðir reynast ófullnægjandi eða valda jafnvel auknum óþægindum, ættu þeir að hafa raunverulegt val um dánaraðstoð í stað þess að verða settir í líknarslævingu. Að veita dánaraðstoð sem löglega viðurkenndan valkost myndi tryggja að sjúklingar gætu valið meðferð sem tæki mið af gildum þeirra og óskir. Slík lagaumgjörð myndi stuðla að opnari og heiðarlegri umræðu um lífslokameðferð, en um leið viðurkenna fjölbreyttar þarfir og óskir sjúklinga á lokastigum lífsins. Þetta val ætti að vera í samræmi við siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið sem tryggja öryggi, virðingu og mannlega reisn. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gert dánaraðstoð að löglegum valkosti. Þar á meðal eru átta Evrópulönd, ellefu fylki í Bandaríkjunum og sjö lönd í öðrum heimsálfum, sem samanlagt tryggja um 400 milljónum manna aðgang að þessari þjónustu. Á Íslandi er dánaraðstoð hins vegar ólögleg, og líknarslæving eina úrræðið sem stendur til boða fyrir deyjandi sjúklinga með óbærilegar þjáningar. Það er orðið tímabært að taka meðferðir við lífslok til ítarlegrar umræðu hér á landi og skapa rými fyrir valkost sem setur mannlega reisn, virðingu og sjálfræði í fyrsta sæti. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun