Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 11:03 Olíuflutningaskipið Eagle S hefur legið við ankeri nærri Porvoo í Finnlandi. AP/Antti Aimo-Koivisto Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað. Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað.
Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent