Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Graham Potter sé að taka við liðinu og því ljóst að Hamrarnir verða ekki stjóralausir lengi.
🚨⚒️ BREAKING: Julen Lopetegui has been sacked by West Ham, confirmed.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 8, 2025
Graham Potter set to become the new head coach with contracts being checked. pic.twitter.com/ca5EuLCSG3
Lopetegui fékk ekki langan tíma í brúnni hjá West Ham en hann tók við liðinu af David Moyes í sumar og náði aðeins að stýra því í tuttugu leikjum.
Spánverjinn skilur við West Ham í 14. sæti, eftir aðeins sex deildarsigra, en félagið varði yfir 130 milljónum punda í leikmenn í sumar.
Potter hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í apríl 2023. Potter hafði áður einnig stýrt Brighton í úrvalsdeildinni.