Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 17:11 Þórarinn Eldjárn spyr framkvæmdastjóra FÍBÚT hvort henni finnist í lagi að bóksölulisti félagsins sé ómarktækur. vísir/vilhelm Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn segir metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda ómarktækan fyrir árið 2024 ómarktækan í ljósi þess að hann inniheldur ekki sölu úr sextán verslunum Pennans/Eymundsson. Framkvæmdastjóri FÍBÚT segir Pennann hafa hafna þátttöku á listanum. Vísir fjallaði um bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) í morgun en þar kom fram að Ferðalok eftir Arnald Indriðason hefði verið mest selda bók síðasta árs og að á eftir honum hefðu komið Yrsa og Stefán Máni. Einnig kom fram að á síðustu tíu árum hafi Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Í hádeginu birti Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi listann. DV greindu fyrst frá skrifum Þórarins. „Vert er að vekja athygli bókaunnenda á því furðuverki að þar er aldrei talin með sala í verslunum Pennans/Eymundssonar, 16 alls, starfræktum allt árið víða um land,“ skrifaði Þórarinn í færslunni. Ýmsir tóku undir orð Þórarins og skrifaði Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, ummæli við færsluna þar sem hann sagði „svokallaða metsölulista“ aðeins sýna skarð af sölu á markaði. Þeir væru því „allir ómark“ og taldi hann furðulegt að Samkeppnisstofnun skyldi ekki hafa tekið á slíkum blekkingum til kaupenda. „FÍBÚT og RSÍ, Hagþenkir ættu að taka á þessari þvælu með markverðum hætti,“ bætti hann svo við. Léleg lausn að leggja listann niður vegna Pennans Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri FÍBÚT, var þó fljót að svara Þórarni. „Pennanum hefur alltaf boðist en hafa kosið að vera með sinn lista og hafnað þátttöku í heildarlista. Má ekki allt eins líta það jákvæðum augum?“ skrifaði hún við færsluna. „Finnst ykkur jákvætt að ykkar listi sé ómarktækur?“ spurði Þórarinn hana þá. Bryndís og Páll eru ekki alveg sammála um ágæti Bóksölulistans.Vísir/Vilhelm Bryndís sagðist einfaldlega ekki vera sammála þeirrri fyllyrðingu, félagið vildi gjarnan hafa alla með en gæti ekki skyldað neinn til þátttöku. „Það væri að mínu mati léleg lausn að leggja listann niður af því að Penninn vill ekki taka þátt,“ skrifaði hún einnig. Þórarinn svaraði ekki þeim ummælum Bryndísar en Páll Baldvin gerði það og sagði það styðja „látlitlar blekkingar þeirra og einstakra bókaútgefenda sem reyna að ýta undir hjarðhegðun í kaupendahópnum.“ Penninn/Eymundsson hefur líka birt metsölulista ársins 2024 fyrir sínar verslanir. Ferðalok eftir Arnald er þar líka í efsta sæti en Guðrún Eva Mínervudóttir tekur annað sætið með skáldævisögunni Í skugga trjánna. Yrsa er svo í þriðja sæti með Ég læt sem ég sofi en Stefán Mána er hvergi að sjá á topp tíu lista verslunarinnar. Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Vísir fjallaði um bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) í morgun en þar kom fram að Ferðalok eftir Arnald Indriðason hefði verið mest selda bók síðasta árs og að á eftir honum hefðu komið Yrsa og Stefán Máni. Einnig kom fram að á síðustu tíu árum hafi Arnaldur sjö sinnum átt söluhæstu bók ársins. Í hádeginu birti Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi listann. DV greindu fyrst frá skrifum Þórarins. „Vert er að vekja athygli bókaunnenda á því furðuverki að þar er aldrei talin með sala í verslunum Pennans/Eymundssonar, 16 alls, starfræktum allt árið víða um land,“ skrifaði Þórarinn í færslunni. Ýmsir tóku undir orð Þórarins og skrifaði Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur og fyrrverandi blaðamaður, ummæli við færsluna þar sem hann sagði „svokallaða metsölulista“ aðeins sýna skarð af sölu á markaði. Þeir væru því „allir ómark“ og taldi hann furðulegt að Samkeppnisstofnun skyldi ekki hafa tekið á slíkum blekkingum til kaupenda. „FÍBÚT og RSÍ, Hagþenkir ættu að taka á þessari þvælu með markverðum hætti,“ bætti hann svo við. Léleg lausn að leggja listann niður vegna Pennans Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri FÍBÚT, var þó fljót að svara Þórarni. „Pennanum hefur alltaf boðist en hafa kosið að vera með sinn lista og hafnað þátttöku í heildarlista. Má ekki allt eins líta það jákvæðum augum?“ skrifaði hún við færsluna. „Finnst ykkur jákvætt að ykkar listi sé ómarktækur?“ spurði Þórarinn hana þá. Bryndís og Páll eru ekki alveg sammála um ágæti Bóksölulistans.Vísir/Vilhelm Bryndís sagðist einfaldlega ekki vera sammála þeirrri fyllyrðingu, félagið vildi gjarnan hafa alla með en gæti ekki skyldað neinn til þátttöku. „Það væri að mínu mati léleg lausn að leggja listann niður af því að Penninn vill ekki taka þátt,“ skrifaði hún einnig. Þórarinn svaraði ekki þeim ummælum Bryndísar en Páll Baldvin gerði það og sagði það styðja „látlitlar blekkingar þeirra og einstakra bókaútgefenda sem reyna að ýta undir hjarðhegðun í kaupendahópnum.“ Penninn/Eymundsson hefur líka birt metsölulista ársins 2024 fyrir sínar verslanir. Ferðalok eftir Arnald er þar líka í efsta sæti en Guðrún Eva Mínervudóttir tekur annað sætið með skáldævisögunni Í skugga trjánna. Yrsa er svo í þriðja sæti með Ég læt sem ég sofi en Stefán Mána er hvergi að sjá á topp tíu lista verslunarinnar.
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira