Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2025 11:33 Svona gæti orðið umhorfs á höfuðborgarsvæðinu um helgina þegar snarhlýnar og rignir ofan í snjóinn sem safnast hefur upp síðustu vikur. Vísir/vilhelm Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira