Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2025 19:01 Þorvaldur Örlygsson var gripinn eftir fund KSÍ með Arnari á Hilton í dag. Hann staðfesti að öll þrjú starfsviðtölin væru afstaðin. Næst á dagskrá er að taka ákvörðun milli aðilanna þriggja. Vísir/Sigurjón Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi. Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Þorvaldur fundaði með Arnari Gunnlaugssyni á Hilton-hóteli í morgun, líkt og greint hefur verið frá, og átti samskonar fund með Frey Alexanderssyni í gær. Ónefndur, erlendur þriðji aðili hefur einnig átt starfsviðtal við forráðamenn sambandsins. Þorvaldur var gripinn á Hilton-hóteli eftir fundinn með Arnari. Arnar lauk fundi sínum með sambandinu um klukkan 11:20 en um klukkustund síðar náðist í Þorvald er hann steig út úr fundarherbergi sambandsins á staðnum. „Við áttum spjall við Arnar, ásamt Helgu [Helgadóttur] og Inga [Sigurðssyni], varaformönnum okkar. Við vorum að ræða málin við Arnar og áttum fundi í gær með Frey. Þetta gengur vel, við erum að skoða málin. Við áttum góða fundi með þeim og fengum mjög fróðlega upplýsingar,“ segir Þorvaldur sem staðfestir að þar með sé búið að eiga fund, eiginlegt starfsviðtal, með öllum þremur kandídötunum sem koma til greina. „Það eru þrír fundir búnir, einn aðilinn er erlendis. Þetta voru mjög góðir fundir.“ Þannig að nú tekur bara við að taka ákvörðun milli þessara þriggja aðila, eða hvað? „Já, í rauninni. Við erum mjög heppin að fá þrjá mjög hæfa aðila, alla sem við treystum mjög vel til að taka við. Nú munum við skoða kosti og galla og hvernig staðan er hjá viðkomandi aðilum næstu daga. Í dag munum við skoða málin vel og aftur í fyrramálið. Svo getum við vonandi í næstu viku farið að horfa fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Vonast til að ráða í næstu viku Freyr Alexandersson átti fund með Brann í Noregi í dag og er sagður ofarlega á lista hjá forráðamönnum þess félags. Að hann fái jafnvel starfstilboð strax í dag. Hefur það áhrif á stöðu KSÍ? „Þetta eru allt einstaklingar sem hafa möguleika á öðru starfi eða möguleika annarsstaðar. Þetta eru hæfileikaríkir menn. Sem betur fer, og gott fyrir þá að eiga aðra möguleika líka og það getur líka breyst á næstu dögum,“ segir Þorvaldur. Åge Hareide sagði upp störfum í lok nóvember í fyrra og þjálfaraleitin því staðið yfir um hríð, þar sem hátíðirnar settu ákveðið strik í reikninginn. Þorvaldur er spenntur fyrir því að klára dæmið og kynna nýjan þjálfara. „Ég held það séu allir að horfa fram veginn. Jólavertíðin er núna búin sem hægði kannski svolítið á öllu. Við höfum gefið okkur góðan tíma og fengið góðan tíma en nú fer að koma að þessu. Ekki veitir af, það er stutt í næsta leik,“ segir Þorvaldur. Umræddur næsti leikur og fyrsta verkefni nýs þjálfara verða leikir við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Leikið verður heima og að heiman. Þó fer heimaleikur Íslands fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira