Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. janúar 2025 14:13 Einar Carl segist ekki geta mælt nógu mikið með því að fólk hugi að rassvöðvunum. Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu. Mikilvægi rassvöðvanna og rétt öndun fyrir líkamlega og andlega heilsu var umfjöllunarefni í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms þegar þær spjölluðu við Einar Carl Axelsson, sérfræðing í hreyfingu og líkamsbeitingu og meðeiganda Primal. Hann útskýrði sína sýn á hvernig rassvöðvar, öndun og taugakerfið tengist órjúfanlegum böndum. Hver vill ekki vera með flottan rass? Þessi spurning snýst ekki bara um útlit. Samkvæmt Einari eru rassvöðvarnir hornsteinn í líkamsstarfsemi okkar. „Ef við hreyfum okkur vitlaust og rassvöðvarnir eru vanvirkir, flyst álagið yfir á aðra vöðva sem enda þá í krónískri spennu,“ útskýrði hann. Þetta geti valdið bólgum, verkjum og vandamálum í mjóbaki, mjöðmum og hnjám. Rétt hreyfimynstur fyrir betri líðan Einar leggur áherslu á að réttar hreyfingar skipti sköpum. „Við tökum um 10.000 skref á dag, og hvert skref getur verið rétt eða rangt hreyfimynstur,“ sagði hann. Með því að læra að virkja rassvöðvana í göngu er hægt að bæta stoðkerfið, minnka verki og auka vellíðan. „Rassvöðvinn gegnir lykilhlutverki í að styðja við hrygg, mjaðmir og hné þannig að vanvirkir rassvöðvar geta leitt til álagsvandamála. Þegar rassvöðvinn er ekki virkur verða vöðvar framan á læri, mjöðm og í mjóbaki ráðandi, sem veldur stífleika, verkjum og bólgum,“ útskýrði Einar. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Seta og vanvirkir rassvöðvar Einar segir setuna klárlega stóra ástæðu vanvirkra rassvöðva. „Þegar við sitjum mikið dettur rassvöðvinn úr leik og líkaminn finnur aðrar leiðir til að hreyfa sig, oft með rangri vöðvavirkni,“ sagði Einar. Þetta getur einnig haft áhrif á hreyfiferli annarra vöðvahópa og skapað langvarandi ójafnvægi: „Ef hreyfingin er röng stífnar framhlið læra, mjóbak og mjöðm, og það skapar grunn fyrir stoðkerfisvandamál.“ Rétt hreyfing öflugt tæki gegn kvíða og þunglyndi Ein áhugaverð nálgun Einars snýr að tengslum taugakerfis og hreyfingar, rassvöðvarnir tengist þannig meira en bara líkamlegri heilsu. Í þættinum útskýrir Einar einnig hvernig hreyfiferlið tengist taugakerfinu okkar og hvernig rétt hreyfing getur verið öflugt tæki til að vinna gegn andlegum áskorunum eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Einar benti á að þeir séu hluti af bardagahamskerfi líkamans, sem tengist sjálfstrausti og getu til að takast á við áskoranir. „Með því að virkja rassvöðvana getur fólk komið sér úr streitu og flóttaviðbragði inn í sjálfsöryggið,“ sagði hann. Hann bætti við að það skipti miklu máli hvernig æfingum sé stillt upp eftir því í hvernig andlegu ástandi fólk sé; rólegar hreyfingar séu bestar fyrir fólk í kvíða, á meðan meiri ákefð henti betur fyrir þá sem upplifa depurð. Bætt þol fyrir koltvísýringi grunnatriði í heilsu Einar segir að á námskeiðum sínum í Primal hafi hann hjálpað fjölda fólks með kvíða og þunglyndi með því að breyta hreyfiferlum og hvernig fólk andar. Hann byrji á að hjálpa fólki að laga öndunina „djúp hæg öndun í gegnum nefið bætir ekki bara súrefnisupptöku heldur getur hún líka hjálpað við að róa taugakerfið og auka þol fyrir koltvísýringi sem er mælikvarði á heilsu“ útskýrði Einar. „Ef við oföndum, missum við jafnvægið í taugakerfinu og festumst í streituástandi.“ Hann segir að nánast án undantekninga sé fólk með stoðkerfisvandamál með mjög lítið þol fyrir koltvísýringi. Öndunin hjá þeim sé oft of hröð og munnöndun algeng. Einar útskýrði hvernig við gætum komist að koltvísýringsþoli okkar: „Þol fyrir koltvísýringi getum við fundið út með því að draga andann djúpt inn í gegnum nefið og eftir útöndun að bíða með að draga inn andann aftur. Í góðu ástandi ættum við að geta beðið í eina mínútu áður en við finnum fyrir því að við verðum að draga inn andann aftur.“ Hann mælir með öndunaræfingum sem auka þol fyrir koltvísýring og hjálpa við að róa kerfið. Einar Carl hefur áður rætt málið við Reykjavík síðdegis. Galið að nudda bak með mjóbaksvandamál Einar lagði áherslu á að finna orsök verkja í stað þess að meðhöndla eingöngu afleiðingarnar og sagði galið að nudda bakið þegar um mjóbaksvandamál væri að ræða. „Þú ert þá bara að meðhöndla afleiðingarnar, ekki orsökina,“ sagði hann. Til að virkja rassvöðvana og bæta hreyfikerfið mælti Einar með því að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar. „Við þurfum að setja fókusinn á hvaða vöðva við erum að virkja, ekki bara að klára hreyfinguna,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að rétt göngulag sé lykillinn að heilsusamlegri líkamsbeitingu: „Þegar við göngum eigum við að opna mjöðmina, virkja rassvöðvann og finna fyrir honum knýja gönguna áfram.“ Einfalt ráð: Virkjaðu rassinn Að lokum gaf Einar einfalt en árangursríkt ráð: „Tengdu við rassvöðvana í hverju skrefi sem þú tekur. Meðvitað skref getur umbreytt stoðkerfinu þínu. Líkamleg virkni og taugakerfi eru órjúfanlega tengd, og hvernig við getum tekið stjórnina með einföldum en markvissum aðgerðum.“ Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Mikilvægi rassvöðvanna og rétt öndun fyrir líkamlega og andlega heilsu var umfjöllunarefni í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms þegar þær spjölluðu við Einar Carl Axelsson, sérfræðing í hreyfingu og líkamsbeitingu og meðeiganda Primal. Hann útskýrði sína sýn á hvernig rassvöðvar, öndun og taugakerfið tengist órjúfanlegum böndum. Hver vill ekki vera með flottan rass? Þessi spurning snýst ekki bara um útlit. Samkvæmt Einari eru rassvöðvarnir hornsteinn í líkamsstarfsemi okkar. „Ef við hreyfum okkur vitlaust og rassvöðvarnir eru vanvirkir, flyst álagið yfir á aðra vöðva sem enda þá í krónískri spennu,“ útskýrði hann. Þetta geti valdið bólgum, verkjum og vandamálum í mjóbaki, mjöðmum og hnjám. Rétt hreyfimynstur fyrir betri líðan Einar leggur áherslu á að réttar hreyfingar skipti sköpum. „Við tökum um 10.000 skref á dag, og hvert skref getur verið rétt eða rangt hreyfimynstur,“ sagði hann. Með því að læra að virkja rassvöðvana í göngu er hægt að bæta stoðkerfið, minnka verki og auka vellíðan. „Rassvöðvinn gegnir lykilhlutverki í að styðja við hrygg, mjaðmir og hné þannig að vanvirkir rassvöðvar geta leitt til álagsvandamála. Þegar rassvöðvinn er ekki virkur verða vöðvar framan á læri, mjöðm og í mjóbaki ráðandi, sem veldur stífleika, verkjum og bólgum,“ útskýrði Einar. Jóhanna Vilhjálms og Lukka eru stjórnendur Heilsuhlaðvarpsins sem kemur út alla mánudaga. Seta og vanvirkir rassvöðvar Einar segir setuna klárlega stóra ástæðu vanvirkra rassvöðva. „Þegar við sitjum mikið dettur rassvöðvinn úr leik og líkaminn finnur aðrar leiðir til að hreyfa sig, oft með rangri vöðvavirkni,“ sagði Einar. Þetta getur einnig haft áhrif á hreyfiferli annarra vöðvahópa og skapað langvarandi ójafnvægi: „Ef hreyfingin er röng stífnar framhlið læra, mjóbak og mjöðm, og það skapar grunn fyrir stoðkerfisvandamál.“ Rétt hreyfing öflugt tæki gegn kvíða og þunglyndi Ein áhugaverð nálgun Einars snýr að tengslum taugakerfis og hreyfingar, rassvöðvarnir tengist þannig meira en bara líkamlegri heilsu. Í þættinum útskýrir Einar einnig hvernig hreyfiferlið tengist taugakerfinu okkar og hvernig rétt hreyfing getur verið öflugt tæki til að vinna gegn andlegum áskorunum eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Einar benti á að þeir séu hluti af bardagahamskerfi líkamans, sem tengist sjálfstrausti og getu til að takast á við áskoranir. „Með því að virkja rassvöðvana getur fólk komið sér úr streitu og flóttaviðbragði inn í sjálfsöryggið,“ sagði hann. Hann bætti við að það skipti miklu máli hvernig æfingum sé stillt upp eftir því í hvernig andlegu ástandi fólk sé; rólegar hreyfingar séu bestar fyrir fólk í kvíða, á meðan meiri ákefð henti betur fyrir þá sem upplifa depurð. Bætt þol fyrir koltvísýringi grunnatriði í heilsu Einar segir að á námskeiðum sínum í Primal hafi hann hjálpað fjölda fólks með kvíða og þunglyndi með því að breyta hreyfiferlum og hvernig fólk andar. Hann byrji á að hjálpa fólki að laga öndunina „djúp hæg öndun í gegnum nefið bætir ekki bara súrefnisupptöku heldur getur hún líka hjálpað við að róa taugakerfið og auka þol fyrir koltvísýringi sem er mælikvarði á heilsu“ útskýrði Einar. „Ef við oföndum, missum við jafnvægið í taugakerfinu og festumst í streituástandi.“ Hann segir að nánast án undantekninga sé fólk með stoðkerfisvandamál með mjög lítið þol fyrir koltvísýringi. Öndunin hjá þeim sé oft of hröð og munnöndun algeng. Einar útskýrði hvernig við gætum komist að koltvísýringsþoli okkar: „Þol fyrir koltvísýringi getum við fundið út með því að draga andann djúpt inn í gegnum nefið og eftir útöndun að bíða með að draga inn andann aftur. Í góðu ástandi ættum við að geta beðið í eina mínútu áður en við finnum fyrir því að við verðum að draga inn andann aftur.“ Hann mælir með öndunaræfingum sem auka þol fyrir koltvísýring og hjálpa við að róa kerfið. Einar Carl hefur áður rætt málið við Reykjavík síðdegis. Galið að nudda bak með mjóbaksvandamál Einar lagði áherslu á að finna orsök verkja í stað þess að meðhöndla eingöngu afleiðingarnar og sagði galið að nudda bakið þegar um mjóbaksvandamál væri að ræða. „Þú ert þá bara að meðhöndla afleiðingarnar, ekki orsökina,“ sagði hann. Til að virkja rassvöðvana og bæta hreyfikerfið mælti Einar með því að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar. „Við þurfum að setja fókusinn á hvaða vöðva við erum að virkja, ekki bara að klára hreyfinguna,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á að rétt göngulag sé lykillinn að heilsusamlegri líkamsbeitingu: „Þegar við göngum eigum við að opna mjöðmina, virkja rassvöðvann og finna fyrir honum knýja gönguna áfram.“ Einfalt ráð: Virkjaðu rassinn Að lokum gaf Einar einfalt en árangursríkt ráð: „Tengdu við rassvöðvana í hverju skrefi sem þú tekur. Meðvitað skref getur umbreytt stoðkerfinu þínu. Líkamleg virkni og taugakerfi eru órjúfanlega tengd, og hvernig við getum tekið stjórnina með einföldum en markvissum aðgerðum.“
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira