Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2025 09:30 Nathan Aspinall er einn þeirra átta heppnu sem keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti 2025. getty/James Fearn Nathan Aspinall hefur svarað gagnrýni Mikes De Decker um að hann hafi ekki átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni í pílukasti. Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Aspinall var í hópi þeirra átta sem voru valdir til að spila í úrvalsdeildinni 2025. De Decker var hins vegar ekki valinn og í viðtali við Het Nieuwsblad í Belgíu lét hann gamminn geysa. De Decker sagði að það væri skandall að hann hefði ekki hlotið náð fyrir augum forráðamanna úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa unnið Grand Prix stórmótið. Hann skaut líka á Aspinall og Gerwyn Price sem voru valdir til að keppa í úrvalsdeildinni. Hann sagði að Aspinall hefði eingöngu verið valinn því hann er með skemmtilegt inngöngulag. Aspinall hefur nú brugðist við gagnrýni De Deckers. Hann sagðist finna til með honum en bætti við að slakur árangur hans á HM hefði eflaust haft áhrif á að hann hefði ekki verið valinn. „Sagði hann þetta? Ég hef ekki séð það því ég er hættur á samfélagsmiðlum. Ég er enn með aðganga en er ekki virkur því áreitnin var orðin fáránleg. Ég er vonsvikinn að hann hafi sagt þetta því okkur Mike kemur vel saman. En ef hann vill komast inn verður hann að komast ofar á heimslistann,“ sagði Aspinall. „Hann má vera svekktur því hann vann stórmót en hann er númer 24 á heimslistanum og datt snemma út á HM. Það voru margir sem komu til greina en enginn stóð upp úr. Ég taldi helmingslíkur á að ég kæmist inn en er í skýjunum að hafa verið valinn og hlakka til að byrja.“ Auk Aspinalls og Price taka heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey þátt í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira