Heimili Hanks rétt slapp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 10:50 Tom Hanks er heppinn. EPA-EFE/ANDRE PAIN Glæsihýsi bandaríska stórleikarans Tom Hanks rétt svo slapp við að verða gróðureldum að bráð í Pacific Palisades hverfinu í Los Angeles. Tom á húsið með eiginkonu sinni Ritu Wilson en þau hafa búið þar í fimmtán ár, frá árinu 2010. Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025 Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hafa þó nokkrar Hollywood stjörnur misst heimili sín í eldunum, sem eru þeir mestu í manna minnum í Los Angeles. Anthony Hopkins, Billy Crystal og Paris Hilton eru meðal þeirra sem hafa fylgst með glæsihýsum sínum fuðra upp. Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six er því haldið fram að það sé kraftaverki líkast að hús þeirra hjóna hafi ekki hlotið sömu örlög. Húsið er metið á 26 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur rúmum 3,6 milljörðum íslenskra króna. Það situr í hlíð og útsýnið líklega glæsilegt. Þar er að finna fjögur svefnherbergi og fimm baðherbergi. Samkvæmt bandaríska miðlinum eru önnur hús sem liggja ofar í hlíðinni ónýt vegna eldsins. Sonur þeirra hjóna Chet Hanks tjáði sig um eldana á Instagram í gær og sagði að hverfið sem hann hefði alist upp í væri gjörónýtt. Bað hann fólk um að biðja fyrir hverfinu. Að sögn miðilsins þyrftu hjónin að vísu líklega ekki að örvænta þó eldinum tækist að læsa klóm sínum í glæsihýsi þeirra. Þau eiga nefnilega annað 1800 fermetra hús við ströndina í Malibu sem þau keyptu árið 1991. Ekki er ljóst hvort eldurinn hafi eyðilagt það hús. Tom Hanks’ cliffside LA home narrowly avoids wildfire, stunning photos show https://t.co/QEpw5n5taC pic.twitter.com/vw2i6OYqkd— Page Six (@PageSix) January 9, 2025
Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira