Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 16:47 Natalia Kaluzova, kona Dominik Greif, og fyrirsætan Cristina Palavra urðu fyrir áreitni á leik Mallorca og Real Madrid í Sádi-Arabíu. Instagram/@natalili.k/@tupalavra Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu. Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn. Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Liðin áttust við í undanúrslitum spænska ofurbikarsins í gærkvöld og voru Greif og Rodriguez báðir í liði Mallorca sem varð að sætta sig við 3-0 tap. Keppnin hefur farið fram í Sádi-Arabíu frá árinu 2022, fyrstu þrjú árin í Riyadh en að þessu sinni í borginni Jeddah, en fyrir það fær spænska knattspyrnusambandið jafnvirði um 5,6 milljarða króna á ári. Þær Palavra og Kaluzova voru ásamt fleirum á leið af leikvanginum þegar aðsúgur var gerður að þeim. „Það var svolítið flókið að komast í burtu. Við vorum með börnin og það var engin öryggisgæsla. Sannleikurinn er sá að það voru strákar frá þessu landi sem að fóru að taka myndir af okkur og áreita okkur,“ sagði Palavra við Esports IB3, samkvæmt frétt Marca. „Það sama henti Nataliu, eiginkonu Dominik Greif. Ég var með dóttur mína sem var sofandi. Okkur leið óþægilega. Við vorum ekki með neinn til að vernda okkur. Það gekk mjög illa að komast í burtu,“ sagði Palavra. Tóku myndbönd og gripu í þær Kaluzova sagði við Marca: „Mennirnir tóku myndbönd af okkur, ýttu okkur og gripu í okkur, skelltu símum framan í andlitið á okkur og tóku myndbönd.“ Forráðamenn Mallorca segja að um 250 manns hafi orðið fyrir áreitni þegar fólkið yfirgaf leikvanginn. Quique Darder, pabbi miðjumannsins Sergi Darder, lýsti aðstæðum sem umsátursástandi sem varað hefði í um 15-20 mínútur, þangað til rútur komu að sækja fólkið. Spænska knattspyrnusambandið segir að öryggisverðir á vegum sambandsins hafi verið sendir á vettvang um leið og frést hafi af ástandinu. Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitaleik keppninnar á sunnudaginn.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00 Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir 3-0 sigur á Real Mallorca í undanúrslitaleiknum í kvöld. 9. janúar 2025 21:00
Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan. 15. desember 2024 08:32