Sandra og félagar í Metzingen unnu þá tveggja marka sigur á Oldenburg, 26-24. Með sigrinum minnkuðu þær forskot Oldenburg í tvö stig en þær eru fyrir ofan þær í sjötta sætinu.
Metzingen skoraði tvö síðustu mörk leiksins og vann síðust sextán mínúturnar 6-3.
Sandra var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í leiknum.
Sandra lét til sín taka í lokin og kom Metzingen meðal annars yfir í 24-23 á spennandi lokakafla.
Bæði mörkin hennar í leiknum komu úr vítum.