Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 13:05 Með kyngreinda sæðinu er hægt að vera um 90% viss um hvort kýrin ber kvígu eða nauti, allt eftir því hvaða sæði kúabóndinn ákveður að nota hverju sinni í kýrnar sínar. Hvort kýrnar séu hoppandi kátar með þessi nýju tíðindi skal ósagt látið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilraun er nú að hefjast með notkun á kyngreindu sæði í fjósum landsins þar sem hægt verður að velja um hvort kvíga eða naut komi í heiminn með notkun sæðisins í kýrnar. Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira