Fótbolti

Tólfta jafn­tefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildar­leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Teun Koopmeiners virðist ekki alveg sáttur með gang mála hjá Juventus.
Teun Koopmeiners virðist ekki alveg sáttur með gang mála hjá Juventus. Vísir/Getty

Torino og Juventus gerðu jafntefli í nágrannaslag í Serie A-deildinni á Ítalíu í dag. Juventus mistókst því að minnka forskot liðanna í efstu sætum deildarinnar.

Juventus var í 5. - 6. sæt sæti Serie A fyrir leikinn í dag og var fjórum stigum á eftir Lazio sem var í 4. sæti og ellefu stigum á eftir toppliði Napoli. Nágrannaliðið Torino var hins vegar í 11. sætinu og nær botni deildarinnar heldur en toppi.

Gestirnir í Juventus byrjuðu betur því Kenan Yildiz kom liðinu í 1-0 strax á 8. mínútu eftir sendingu Nicolo Savona. Nikola Vlasic jafnaði metin í 1-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks

Snemma í síðari hálfleiknum fengu starfsmaður Torino og knattspyrnustjóri Juventus, Thiago Motta, báðir rautt spjald en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki í síðari hálfleiknum. 

Lokatölur 1-1 og tólfta jafntefli Juventus í deildinni því staðreynd. Eftir nítján umferðir hefur Juventus ekki enn tapað leik en situr þó aðeins í 5. sæti enda ekki unnið nema sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×