Alls sextán látin í eldunum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 10:15 Eldtefjandi efnum hefur verið kastað úr flugvélum yfir stór svæði til að reyna að hemja útbreiðslu eldanna. Myndin er tekin í bakgarði fólks í Mandeville Canyon í gær. Vísir/AP Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent