„Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 12:03 Sigurður Ingi segir engin læti innan Framsóknar. Allt sé í eðlilegum farvegi. Vísir/Vilhelm Fréttir þess efnis að þrýstingur sé innan úr hluta Framsóknar um að flýta eigi flokksþingi koma formanninum spánskt fyrir sjónir. Hann segir allt í eðlilegum farvegi innan flokksins, og fjölmiðlaumfjöllun ráði þar engu um. Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Greint hefur verið frá því að kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík hafi óskað eftir því að landsstjórn Framsóknar komi saman, boði miðstjórnarfund og í kjölfarið landsþing. Umfjöllun um málið hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil en formaðurinn segir engin læti undir yfirborðinu. „Innan Framsóknarflokksins er nú bara allt í föstum skorðum. Svokölluð landsstjórn kemur saman, sem er tíu manna fundur, og var búið að boða til hans. Hann verður í lok janúar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. Fundi frestað vegna stjórnarslita Miðstjórnarfundur sé fyrirhugaður, en upphaflega hafi átt að halda hann í nóvember. „Áður en forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórnina og boðaði til kosninga.“ Á fjölmennum miðstjórnarfundi verði síðan tekin umræða um hvort og hvenær eigi að boða til flokksþings, sem hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Sigurður segir lítið tilefni til tíðs fréttaflutnings af væringum innan Framsóknar. „Ég tek eftir því að það er ein frétt á dag í Mogganum. Ég hef séð svona fyrirbrigði áður, en Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins,“ segir Sigurður. Hann kunni ekki skýringar á mikilli umfjöllun um tímasetningu flokksþings. „Sjálfsagt eru einhverjir sem hafa áhuga á því að hafa áhrif á það. En við í Framsóknarflokknum látum ekki Moggann stjórna okkur í því.“ Í höndum flokksmanna hvernig raðast í forystu Sigurður tjáir sig ekki um hvort þrýstingur á að halda flokksþing tengist mögulegu mótframboði í embætti formanns, sem hann hefur sagt að hann vilji sinna áfram. Haft hefur verið eftir Lilju Alfreðsdóttur varaformanni flokksins að kurr sé meðal flokksmanna og einhverjir hafi kallað eftir því að flokksþingi verði flýtt. Í lögum Framsóknarflokksins segir um flokksþing; „Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.“ Síðasta flokksþing var haldið vorið 2024, og ætti því samkvæmt lögum flokksins að fara fram að vori ársins 2026. Það er einmitt á flokksþingi sem forysta Framsóknarflokksins er kjörin. „Það er auðvitað í höndum flokksmanna hverjir fara með stjórn flokksins á hverjum tíma og slíkar ákvarðanir teknar á flokksþingum,“ segir Sigurður Ingi.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira